Fimm hugmyndir að millimáli

Margir vandræðast aðeins með það hvað þeir eigi að fá sér milli mála sem er ekki of hitaeiningaríkt og hjálpar manni við að halda góðu jafnvægi á blóðsykrinum. Hérna eru nokkrar hugmyndir að léttu en góðu millimáli sem gott er að grípa í milli stóru máltíðanna sem eru morgunverður, hádegisverður og kvöldverður.

Fimm hugmyndir að millimáli

  • Flatkaka með hummus og papriku
  • Tvö Finn Crisp hrökkbrauð með einu eggi og gúrku
  • Epli í bátum dýft í ca. eina matskeið af hnetusmjöri
  • Ein gróf brauðsneið með léttsmurosti og tómötum/grænmeti
  • Ávöxtur og smá hnetur

Ég hvet ykkur til þess að prófa ykkur áfram með hvað hentar ykkur sem millimál því það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum, þetta gefur ykkur vonandi einhverjar hugmyndir.

3980AFAF-DB11-4399-9AA6-5394487B7134

Kíkið endilega á uppskriftirnar inn á síðunni minni, annaeiriks.is en þar má m.a. finna girnilegan jarðaberjaís sem er mjög vinsælt að gera á mínu heimili ef okkur langar í eitthvað gott en hollt eftir kvöldmat!


5 magnaðar kviðæfingar

Flestir landsmenn eru í miklum heilsugír núna eftir jólin sem mér finnst afar jákvætt því við ættum alltaf að hugsa vel um heilsu okkar. Til þess að hjálpa fólki að halda sér í góðum gír þá ætla að ég að gefa reglulega hugmyndir að æfingum sem hægt er að gera hvar sem er, nota til að koma sér í gang eða bæta við sína æfingarútínu. Það er hægt að gera æfingarnar heima í stofu, fríinu, ræktinni eða hvar sem er.

Í þessu myndbandi sýni ég 5 magnaðar kviðæfingar sem ég hvet ykkur til þess að prófa. Byrjið á að gera þessa æfingalotu einu sinni en vinnið ykkur endilega upp í það að gera þrjár umferðir með smá hvíld eftir hverja umferð.

 

Ef þið viljið eignast magnaða æfingu fyrir kviðvöðvana, kíkið þá á annaeiriks.is en þar getið þið keypt æfingu með ennþá fleiri mögnuðum kviðæfingum sem er rúmar 20 mínútur og ég leiði ykkur í gegnum æfinguna frá upphafi til enda og útskýri hverja æfingu með tali. 

Gangi ykkur vel!


Áramótaheit

A588B301-D860-4450-87B9-B4613F989416Núna er nýtt ár að hefjast og margir eflaust að velta fyrir sér hvaða áramótaheit þeir eigi að setja sér. Hérna koma nokkur ráð fyrir þá sem vilja setja sér heilsutengd áramótaheit.

Settu þér markmið fyrir árið en settu þér einnig smærri markmið fyrir hvern mánuð fyrir sig.

Ekki setja líf þitt á hvolf því þú ætlar þér um of, nauðsynlegt er að gera litlar raunhæfar breytingar á hreyfingu og mataræði þv   í annars eru meiri líkur á því að þú gefist upp eftir fyrsta mánuðinn

Ef þú hefur ekki hreyft þig reglulega í langan tíma þá er nauðsynslegt að fara rólega af stað og að þjálfunin sé markviss, farðu í göngutúra, skelltu þér á námskeið, farðu til einkaþjálfara eða æfðu með mér heima í stofu, sama hvað þú velur þá er mikilvægt að fara rólega af stað.

Ef mataræðið þitt hefur farið algjörlega úr böndunum yfir hátíðarnar þá skaltu reyna að snúa blaðinu við en gott ráð er t.d að taka út sykurinn á virkum dögum, minnka skammtana og borða vel af ávöxtum og grænmeti, þetta hjálpar þér að snúa blaðinu við. Það er mjög erfitt og í rauninni ekki vænlegt til árangurs að fara á einhvern kúr sem er uppfullur af boðum og bönnum.

Mundu eftir litlu sigrunum, nauðsynlegt er að verðlauna sig á góðan hátt þegar hverju markmiði er náð en mér finnst æðislegt að gera vel við mig með því að fara t.d. í nudd, kaupa mér eitthvað fallegt eða gera eitthvað skemmtilegt.

Hvernig væri að prófa eitthvað sem þú hefur aldrei prófað áður!

Sama hvaða markmið eða áramótaheit þú setur þér þá hef ég fulla trú á því að þú getir náð því, þú þarft að trúa því líka og þá ætti ekkert að stoppa þig.

2018 er árið þitt!

www.annaeiriks.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband